top of page

Seattle Seahawks velja (OG) Christian Haynes



Önnur og þriðja umferð NFL nýliðavalsins fór fram í dag og áttu okkar menn 81. valrétt og völdu sóknarlínumanninn Christian Haynes frá UConn. Seahawks áttu engan valrétt í 2. umferð og verður að viðurkennast að það var ansi erfitt að fylgjast með öllum þessum leikmönnun fara í önnur lið á meðan. En þegar leið á 3. umferð var ljóst að enn voru þó nokkrir gæðaleikmenn í boði. Christian Haynes spilaði eingöngu hægra meginn í sóknarlínunni sem "vörður" (guard) hjá UConn og mun hann berjast við Laken Tomlinson um byrjunarliðssæti, Tomlinson er "journey man" og hefur spilað fyrir 4 mismunandi lið á ferlinum, það verður að teljast líklegt að Haynes geti unnið þá baráttu og byrjað í viku 1. Haynes byrjaði alla leikina á fjórum tímabilum (49 leikir) með UConn og "leyfði" aðeins eitt sack og tvö "quarterback hits" í 768 "pass-blocking snaps"(síðustu 2 tímabil). Þannig að maðurinn hefur haldist heill og staðið sig framúrskarandi vel á háskólaferlinum. Pro Football Focus vefsíðan (sem er mjög virt og flest öll NFL liðin nota) voru með Haynes skráðann sem besta (#1) "pure Guard" í draftinu. PFF hafði þetta að segja um Haynes: "He has a good first step off the line of scrimmage, and that makes for some impactful blocks as a puller and a zone blocker. His best work comes on the move, which would bode well for a zone-blocking scheme and as a puller for man/gap schemes." Nýráðinn sóknarlínuþjálfari Scott Huff notar einmitt zone-blocking kerfi og vill hafa "guards" sem eru mjög liprir og geta hreyft sig vel. Huff notaði þessa aðferð snilldarlega með UW og var mjög gaman að horfa á hversu "creative" sérstaklega hlaupakerfin voru.

(Official Seahawks youtube channelið er ekki mikið fyrir að leyfa "nobodies" einsog mér að deila vídjóum á vefsíðum en hér er skemmtilegt video þegar Haynes fær símtalið)




Það er greinilegt hvar áherslan liggur í draftinu, að byggja upp lið "from the inside out" frá sóknar/varnarlínum og út en ekki öfugt einsog okkar ástkæri Pete Carroll var að gera. Kæmi mér ekki á óvart að við myndum sjá annan sóknarlínu mann og jafnvel varnarlínumann valinn á morgun. Umferðir 4-7 eru svo á morgun (laugardag) þar sem Seahawks eiga heila 5 valrétti, #102, #118, #179, #192 og #235. Á meðan draftinu stóð í dag komu fram þær fréttir að Seahawks hafi EKKI reynt að færa sig ofar í draftinu til að velja Michael Penix jr. Egghausinn og "nafni" minn James Palmer (er reyndar nokkuð virtur blaðamaður sem hefur unnið fyrir NFL Network) þarf að fara athuga heimildirnar sínar betur áður en hann póstar á samfélagsmiðla. Ég ætla sam að trúa því að þeir hafi reynt að fá Penix til sín og kaupi mér bara Falcons treyju með Penix aftaná fyrir vikið! GO HAWKS!!

3 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page