top of page

Velkominn! QB Sam Howell

Seattle Seahawks gerðu í dag nokkuð stóra hluti á leikmanna markaðnum og fengu leikstjórnandann Sam Howell til sín frá Washington Commanders fyrir 3rd round pick (#78) og 5th round pick (#152). Seahawks fá Howell, 4th round pick (#102) og 6th round pick (#179). Við bjóðum herra Howell velkominn til Puget flóa og skulum við fræðast meira um kappann áður en ég deili með ykkur mínum hugleiðingum um þessi skipti. Sam Howell er 23 ára gamall og kemur frá North Carolina háskólanum þar sem hann spilaði 3 tímabil og kastaði þar samtals fyri 10,230 yarda með 92 TD og 23 INT. Howell var valinn "ACC Rookie of the Year" eftir tímabilið 2019 þar sem hann var með 3,641 yarda og 38 TD, sem var jafnframt met hjá "freshman" í sögu North Carolina skólanum. Howell var svo valinn í fimmtu umferð (#144) nýliðavalsin 2022 af Washington Commanders. Howell spilaði einn leik (viku 18) á sínu fyrsta tímabili 26-6 sigur gegn Dallas Cowboys. Næsta tímail (2023) vann Howell byrjunarliðs starfið gegn Jacoby Brissett í "training camp" og endaði á að spilaði alla 17 leiki liðsins. Howell var með 4,111 yarda - 63% heppnaðar sendingar - 22 TD og 22 INT (flest í NFL) - 263 hluapayarda og 5 TD. Og já skulum taka það einnig fram að hann var "sackaður" 65 sinnum (oftast í NFL). Já 65 sacks á EINU TÍMABILI. Vissulega getum við ekki kennt honum einum um öll þessi "sacks" en hann var sakaður um að halda boltanum full lengi í vasanum.



Sam Howell er einungis 23 ára gamall og nokkuð magnað að nokkrir af heitustu leikstjórnendunum sem verða í draftinu í ár eru jafngamlir eða eldri. Bo Nix 24, Michael Penix Jr. 23, Jayden Daniels 23 (Caleb WIlliams 22). Washington Commanders spiluðu gegn Seattle Seahawks á síðasta tímabili í mjög fjörugum leik sem endaði 26-29 fyrir Seahawks (Jason Meyers FG á lokasekúndu tryggði sigurinn). Howell átti góðann leik og var þar 29-43 með 313 yarda og 3 TD (0 INT). Fréttir herma að GM John Schneider hafi verið mjög heillaður af Sam okkar og haft hann ofarlega á draft listanum sínum í nýliða valinu 2022 en ekki haft möguleika á að velja hann. Ef þetta reynist rétt er ekki skrítið að Schneider hafi tekið í gikkin í dag og tryggt sér þjónusutu hans. Eitt það besta við þennan "díl" er að launapakki Howell er mjög lítill, einungis $1.2 miljónir á ári (á 2 ár eftir af samninginum) og er því MJÖG ódýr QB ef við miðum hann td. við Drew Lock sem fær $5 milljónir frá Giants og 39 ára Joe Flacco sem fær um $9 milljónir frá Colts. John Schneider var spurður í viðtali hvað þetta þýddi fyrir framtíðina og Geno Smith. Hans svar? "Geno is the guy, Howell will be backing him up". Persónulega líkaði mér Howell mjög vel í fyrra. Hann er "gunslinger" sem getur kastað hvert sem er á vellinum og hefur sýnt takta sem fær mann til að trúa að í réttu liði, betra liðið, getur hann gert góða hluti. Hann er slunginn hlaupari líka, var td. með 828 hlaupa yarda og 11 TD á sínu síðasta tímabili í háskólaboltanum. Ákvörðunartakan mætti vera mun betri (22 TD og 22 INT) sem og að losa sig við boltann fyrr, þó að stór hluti af þessum "sacks" verði að skrifast á mjög slakt Commanders lið. Það sem mér líkar sýst við þetta trade er að Seahawks hafa sáralítið af valréttum í draftinu núna, einungis 7 alls (og bara 2 valrétti í fyrstu 3 umferðunum). Þessi staða gerir það líklegra að við munum trade-a niður til að reyna fá fleiri valrétti. Mér finnst persónulega við þurfa að byggja upp "nýtt" og ungt lið í gegnum draftið og sé ég ekki mikinn mun á því að taka séns á leikstjórnanda í 4-6 roundi í draftinu og Sam Howell. Auðvitað er Howell en ungur, einsog áður kom fram, og vissulega hefur hann reynslu í deildinn en með nýjann þjálfara, nýtt þjálfara teymi og nýjar áherslur hefði verið fullkomið að fá inn ungan og óþekktann QB sem hefði getað vaxið undir leiðsögn þjárateymisins. Sjáum hvað setur þegar menn mæta til æfinga. Hver veit kannski vinnur Howell stöðuna af Geno í "training camp", gætum við trade-að Geno og tekið svo annan ungan QB í draftinu? (Yes, please!) Í öðrum fréttum er það helst að við fengum loksins til okkar Linebacker að nafni Tyrel Dodson, 25 ára, byrjunarliðsmaður hjá Buffalo Bills sem átti einnig sitt best tímabil á ferlinum í fyrra. GO HAWKS!

10 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page